Sjá uppskriftir á Facebook undir Garnbudin.is / Glósur
http://www.facebook.com/pages/Garnbudinis/89916525901
Ermar - Prjónað upp úr Bariloche frá AslanTrends / Hönnuður Sóley Sveinsdóttir
Skeljamunstur - prjónað upp úr Santa Fe frá AslanTrends
Uppskrift :
Magn : 2 dokkur af Pífugarni frá Garnbúðinni.
Prjónar: Fínni Pífa 4.5 / Pífa 4.5 - 7.0
Fytjið upp 12 -15 lykkjur .
Prjónið í jaðarinn á garninu.
Farið c.a. 3 – 4 cm inn á bandið og krækið í jaðarinn og prjónið slétta lykkju.
Prjónið fram og til baka (Garðaprjón) 24 - 26 umferðir.
Fellið af og gangið frá endum.
Leiðbeiningar:
Ef nota á tölu þarf að passa að fara hæfilega langt inn á bandið svo talan komist í gegn um gatið.
Prjónastærðin áhveður ekki hversu pífan verður mikil, þ.e. prjónastærð skiptir ekki öllu máli. Því styttra er tekið inn á bandið þéttist pífan og er minna púffuð. Hægt er að prjóna aðeins í jaðarinn öðrumegin og taka bandið alveg í gegn í hinni umferðinni, þá liggur pífan betur t.d. framan á ermar. Einnig er hægt að skipta um lit, snúa bandinu þegar skipt er um umferð, þá er t.d. kragi með sitthvorn litinn, með því að snúa honum við.
Hugmyndir fyrir Pífugarn :
Kragar, treflar, mjóir, breiðir, langir, stuttir...
Legghlífar, húfur, armbönd, blóm, púðar, veski...
Garn: Spuni 13 dokkur.
Prjónn: hringprjónn no. 6 8o cm. Langur. Heklunál no. 3.
Bolur: Fitja upp 268 l. Prjóna perluprjón 5 umf. Fram og til baka ( 1 sl. 1 br.)
Fyrstu 5 lykkjurnar og 5 síðustu verða áfram perluprjón en hinar sléttar þar til bolur
mælist 36 cm.
Þá er komið að mitti:
þá eru 5 fyrstu áfram perluprjón, þá sléttar 93 l. 72 l.
Eru munstur l ( belti í bak). Þá aftur 93 l. Sléttar og síðustu 5 perluprjón.( 16 umf.)
Þegar bolur mælist 62 cm. Eru fyrstu 93 l prjónaðar , þá 10 l. Settar á nælu fyrir ermagat,
prjóna næstu 62 l. Og fella af næstu 10 l. Þá eru eftir 93 l. Sem eru kláraðar.
Nú skal prjóna hvert stykki fyrir sig þar til bolur mælist 80 cm.
Þá skal lykkja saman á öxlum 18 l.fyrir vinstri öxl og 18 l. Fyrir þá hægri.
Eftir eru þá 26 l á bakstykki sem prjónast með munstur ll.
Um leið og perluprjón prjónast efst á framstykkin, 5 umferðir. Fellt af.
Ermi:
taka skal upp 10 l. Sem settar voru á næluna og 56 l. Í viðbót hringinn =66 l.
Prjóna slétt 10 cm. Þá eru 2 l. Teknar úr undir hendi með jöfnu milli bili
þar til 44 l. Eru eftir og ermi mælist 26 cm.
Þá er munstur lll. Prjónað þar til ermi mælist 52 cm. Þá fellt af.
Belti/ trefill: 298 l. Fitjaðar upp.
Prjóna perluprjón 4 umf. Þá munstur l.
En hafa áfram perluprjón á fyrstu 5 l.og síðustu 5 l.
Og að lokum 4 umf perluprjón, fella af.
Frágangur: hekla krabbahekl meðfram öllum köntum.
Lilja Birkisdóttir hannaði peysuna fyrir Garnbúðina.is
Munstur og skýringar:
= lykkja gerð utan um 2 sl. 2 br. 2 sl. Og prjónuð með fyrstu lykkjunni.
brugðin á réttu, slétt á röngu
slétt á réttu, brugðin á röngu
Munstur 1
Munstur 2
Munstur 3
DÖKKGRÁ HRINGPEYSA
Stærð:Small
Hringprjónar nr: 4.5
Garn:
Artesano Inca Cloud / Dusky Black - 8 dokkur (dökkgráar)
Artesano Inca Cloud /Light Gray IH - 1 dokka (ljósgrá)
Glitur/silfurlitað - 1 dokka
Uppskrift:
Alveg eins og barnapeysan en fytjað upp með silfri og prj.10 umferðir
Skipt yfir í ljósgrátt og prj. 10 umf.
Skipt yfir í dökkgrátt og prjónað þar til 26 lykkjur eru á milli útaukninga
Prj.1 umf. Ljósgrátt
Prj.1 umf.silfur
Prj.1 umf ljósgrátt
Skipta þá yfir í dökkgrátt og prj. Þar til 34 lykkjur eru á milli útaukninga,
þá er sett aukaband fyrir ermum.
Prjóna síðan áfram með dökkgráu þar til 43 lykkjur eru á milli útaukninga
Prj.1 umf.ljósgrátt
Prj.1 umf.silfur
Prj.1 umf. Ljósgrátt
Prjónið nú með dökkgráu þar til c.a 60 lykkjur eru á milli útaukninga
(eða þegar peysan er passlega víð)
Þá er aftur prj 1 umf lj.grátt, 1 umf silfur og 1 umf lj.grátt.
Að lokum er prjónað 8 umf.perluprjón og fellt af með silfurgarninu.
Ermar: Prjóna með dökkgráu þar til ermar eru næstum nógu langar,
þá er prj.1umf lj.grátt, 1umf.silfur og 1umf lj.grátt
Að lokum er prj. 2 umf sétt með dökkgráu og síðan 6 umf.perluprjón
og fella af með silfurgarninu.
Njótið vel !
Kveðja,
Þórunn
Einföld og góð uppskrift af barnahringpeysu
Þórunnar - Hringpeysa
Stærð: 4-6 ára – (allur aldur, hægt að stækka eftir þörfum)
Prjónastærð: 4-5 af hringprjónum, frjálst val.
Uppskrift
Fitjað upp á 8 lykkjur á 3 prjóna. (2,4,2 lykkjur).
1. umferð: tengið í hring og aukið út í hverja lykkju = 16 lykkjur
2. umferð: Prjónuð slétt (allar umferðir með sléttum tölum eru prjónaðar slétt)
3. umferð: *prjónið 2 lykkjur slétt, sláið bandi upp á prjóninn* endurtakið frá * til * út umferðina .
(þá eiga að vera 6 Lykkjur á 1. prjón, 12 Lykkjur á 2. prón, og 6 Lykkjur á 3. prjón)
4.umferð: prjónuð slétt
5. umferð: *prjónið 3 lykkjur slétt, sláið bandi upp á prjóninn* endurtakið frá * til * út umferðina
(þá eiga að vera 8, 16, 8 lykkjur á prjónunum)
6.umferð: prjónuð slétt
7. umferð: *prjónið 4 lykkjur slétt, sláið bandi upp á prjóninn* endurtakið frá * til * út umferðina
(þá eiga að vera 10, 20, 10 lykkjur á prjónunum)
8.umferð: prjónuð slétt.
9. umferð: *prjónið 5 lykkjur slétt, sláið bandi upp á prjóninn* endurtakið frá * til * út umferðina
(þá eiga að vera 12,24,12 lykkjur á prjónunum)
10.umferð:Skiptið yfir í lit nr. 2 (EF VILL)
Haldið áfram að auka út og skiptið um liti (EF VILL)þannig að hver litur er prjónaður í 10 umferðir.
Skiptið yfir í stærri hringprjón þegar þörf er á.
Aukið út þar til 18 lykkjur eru á milli útaukninganna.
Næsta umferð... ( er umferð á sléttri tölu, þ.e. ekki útaukningarumferð):
Prjónið 22 lykkur á aukaband (fyrir ermar), prjónið áfram yfir næstu 2 útaukningar hluta.
Setjið næstu 22 lykkjur á aukaband, prjónið út umferð.
Haldið áfram að auka út eins og áður og skipta um liti í tíundu hverri umferð(EF VILL)
Prjónið þar til peysan er nægjanlega stór c.a 100 umferðir.
(Hægt að lengja í snúrum með Denise snúrunum og máta ;) )
Þegar hæfilegri lengd er náð náið ykkur í Pífugarn og prjónið hringinn og fellið af með peysugarninu.
Ermar
Takið aukabandið úr og setjið allar lykkjurnar á sokkaprjóna (44 lykkjur).
Notið sömu prjónastærð og áður og prjónið slétt prjón í ca 36-38 sentimetra.
Náið nú í Pífugarn og prjónið pífu framan á ermarnar og fellið af með peysugarninu. (Ermarnar eru þröngar)
Gangið frá endum, þvoið og strekkið ermarnar svo þær verði aðeins víðari að framan. og leggið til þerris.
Skýringar:
Hluti = þegar peysan er prjónuð þá myndast 8 útaukningahlutar
Slá bandi upp á prjóninn = slá bandi upp á hægri prjón án þess að prjóna.
Ef 2 eða fleiri litir eru notaðir í peysuna þá þarf að skipta um lit í sléttu umferðinni, ekki útaukningarumferðinni.
Affelling:
*Prjónið 2 lykkjur, færið þessar 2 lykkjur aftur á vinstri prjón og prjónið báðar slétt saman,
prjónið 1 lykkju, færið 2 lykkjur yfir á vinstri prjón og prjónið slétt saman*
endurtakið frá * til * þar til búið er að fella allar lykkjurnar af.
Þessi aðferð gerir kantinn lausari.
Uppskriftin er þýdd og stílfærð af Þórunni - Njótið vel ;)